„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 15:38 Katla Marín deilir mynd af Lindu ömmu sinni í uppáhaldsgarðinum hennar að horfa á sólina setjast að kvöldi til. Fjölskyldan eigi endalaust af fallegum minningum í íbúðinni sem hún haldi fast í. Katla Marín Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42
Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31