Hömpuðu einum merkasta leikmanni Íslandssögunnar í Körfuboltakvöldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 20:36 Pétur Guðmundsson er að margra mati einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. NBA Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum