Covid börnin Sigríður Karlsdóttir skrifar 31. október 2020 21:30 Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar