Covid börnin Sigríður Karlsdóttir skrifar 31. október 2020 21:30 Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun