Tryggvi Hrafn skoraði í uppgjöri toppliðina | Sverrir Ingi enn ósigraður í Grikklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:15 Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik á leiktíðinni heima fyrir. Andrei Shramko/Getty Images Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira