Fjölbreytni skiptir máli Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 2. nóvember 2020 11:30 Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun