Takk, framvarðarsveit Reykjavíkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:00 Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun