„Rektu Fauci, rektu Fauci“ kölluðu stuðningsmenn Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 18:09 Donald Trump umkringdur stuðningsmönnum sínum á fjöldafundi í Flórída í gærkvöldi. EPA/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í Flórída að hann hygðist reka Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðing Bandaríkjastjórnar. Hann muni þó bíða með það að reka hann þar til eftir forsetakosningarnar sem fram fara á morgun. Trump var í miðri ræðu þar sem hann ræddi um bóluefni og hæddist nokkuð af þjóðfélagsumræðunni um kórónuveirufaraldurinn þegar stuðningsmenn hans hófu að hvetja hann til að reka Fauci. „Þú kveikir á fréttunum og það eina sem þau tala um er covid, covid, covid. Við viljum tala um covid og síðan næsta mál. 4. nóvember munuð þið ekki heyra svo mikið um það,“ sagði Trump þegar stuðningsmenn byrjaði að hrópa í kór. „Rektu Fauci, rektru Fauci, rektu Fauci,“ heyrðist fjöldinn kalla og forsetinn svaraði. „Ekki segja neinum en leyfið mér að bíða með það þangað til aðeins eftir kosningarnar. Ég kann að meta þetta ráð. Hann hefur haft rangt fyrir sér. Hann er góður maður en hann hefur haft rangt fyrir sér,“ sagði Trump. Anthony Fauci hefur gegnt embætti forstöðumanns ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna í yfir þrjátíu ár. Hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig Trump hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Crowds chant "Fire Fauci" at a Trump campaign rally in Florida, with the president quipping "let me wait until a little bit after the election" https://t.co/Kgh4FcTkIn pic.twitter.com/mYJvnO1y1w— Bloomberg (@business) November 2, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í Flórída að hann hygðist reka Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðing Bandaríkjastjórnar. Hann muni þó bíða með það að reka hann þar til eftir forsetakosningarnar sem fram fara á morgun. Trump var í miðri ræðu þar sem hann ræddi um bóluefni og hæddist nokkuð af þjóðfélagsumræðunni um kórónuveirufaraldurinn þegar stuðningsmenn hans hófu að hvetja hann til að reka Fauci. „Þú kveikir á fréttunum og það eina sem þau tala um er covid, covid, covid. Við viljum tala um covid og síðan næsta mál. 4. nóvember munuð þið ekki heyra svo mikið um það,“ sagði Trump þegar stuðningsmenn byrjaði að hrópa í kór. „Rektu Fauci, rektru Fauci, rektu Fauci,“ heyrðist fjöldinn kalla og forsetinn svaraði. „Ekki segja neinum en leyfið mér að bíða með það þangað til aðeins eftir kosningarnar. Ég kann að meta þetta ráð. Hann hefur haft rangt fyrir sér. Hann er góður maður en hann hefur haft rangt fyrir sér,“ sagði Trump. Anthony Fauci hefur gegnt embætti forstöðumanns ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna í yfir þrjátíu ár. Hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig Trump hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Crowds chant "Fire Fauci" at a Trump campaign rally in Florida, with the president quipping "let me wait until a little bit after the election" https://t.co/Kgh4FcTkIn pic.twitter.com/mYJvnO1y1w— Bloomberg (@business) November 2, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira