Þú hefur áhrif á styttingu vinnuvikunnar á þínum vinnustað Árni Stefán Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar