Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 23:47 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt forsetafrúnni Melaniu Trump á kosningavöku í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Endanleg úrslit bandarísku forsetakosninganna liggja þó ekki fyrir í neinu þessara ríkja, auk þess sem helstu fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst Joe Biden, mótframbjóðanda Trumps, sigurvegara í síðastnefnda ríkinu. Sérfræðingar árétta einnig að forseti geti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hafi enga þýðingu að hann lýsi sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í kvöld og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. We have claimed, for Electoral Vote purposes, the Commonwealth of Pennsylvania (which won’t allow legal observers) the State of Georgia, and the State of North Carolina, each one of which has a BIG Trump lead. Additionally, we hereby claim the State of Michigan if, in fact,.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 .....there was a large number of secretly dumped ballots as has been widely reported!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Líkt og áður segir hafa sérfræðingar bent á að það hafi að sjálfsögðu enga þýðingu að forsetinn skuli lýsa sjálfan sig sigurvegara í umræddum ríkjum. Það gerir til að mynda Ellen L. Weintraub, einn nefndarmanna Federal Election Commission, í kvöld. I would not have thought that I needed to say this, but candidates can’t just “claim” states.That’s not how this works. That’s not how any of this works.Here’s how this works: State and local election officials #CountEveryVote. pic.twitter.com/4e5J8yEO79— Ellen L 😷 Weintraub (@EllenLWeintraub) November 4, 2020 Trump lýsti strax yfir sigri í kosningunum í ávarpi í nótt. Þar hélt hann því fram að hann hefði unnið Georgíu, sem er ekki rétt, auk þess sem hann væri að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Helstu fjölmiðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara í síðastnefndu tveimur ríkjunum. Trump er enn með forskot í Pennsylvaníu en Biden hefur unnið á það forskot í dag. Úrslit í ríkinu munu þó líklega ekki liggja fyrir fyrr en á föstudag í fyrsta lagi. Þá gæti dregið rækilega til tíðinda í nótt. Nate Cohn, kosningaspekingur hjá New York Times, sagði fyrr í kvöld að nýjar tölur muni berast frá Nevada áður en dagur er úti vestanhafs. Áður höfðu kosningayfirvöld þar sagt að engar nýjar upplýsingar yrðu birtar fyrr en á morgun. Þetta þýðir að Biden, sem er talinn líklegur til sigurs í ríkinu, gæti fræðilega orðið yfirlýstur sigurvegari forsetakosninganna áður en degi hallar í Bandaríkjunum. With Nevada releasing additional ballots today, Biden now has a reasonable path to clearing the 270 electoral vote threshold tonight https://t.co/LFIErxoj2T— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Uppfært klukkan 00:12: Yfirvöld í Nevada hafa dregið til baka fyrri yfirlýsingar um að nýrra talna væri að vænta í ríkinu fyrir dagslok vestanhafs. Úrslit kosninganna munu því ekki ráðast fyrr en í fyrsta lagi á morgun. From @NVElect: No results coming today. Nevada will post results tomorrow around 9am.— Riley Snyder (@RileySnyder) November 4, 2020 Áfram má fylgjast með helstu vendingum forsetakosninganna í Bandaríkjunum í vaktinni á Vísi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Skömmin gæti skýrt skekkju í spám Eitt sem skýrt gæti skekkju í spám er einfaldlega það að kjósendur skammist sín fyrir að hafa kosið Trump. 4. nóvember 2020 20:29 „Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Endanleg úrslit bandarísku forsetakosninganna liggja þó ekki fyrir í neinu þessara ríkja, auk þess sem helstu fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst Joe Biden, mótframbjóðanda Trumps, sigurvegara í síðastnefnda ríkinu. Sérfræðingar árétta einnig að forseti geti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hafi enga þýðingu að hann lýsi sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í kvöld og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. We have claimed, for Electoral Vote purposes, the Commonwealth of Pennsylvania (which won’t allow legal observers) the State of Georgia, and the State of North Carolina, each one of which has a BIG Trump lead. Additionally, we hereby claim the State of Michigan if, in fact,.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 .....there was a large number of secretly dumped ballots as has been widely reported!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Líkt og áður segir hafa sérfræðingar bent á að það hafi að sjálfsögðu enga þýðingu að forsetinn skuli lýsa sjálfan sig sigurvegara í umræddum ríkjum. Það gerir til að mynda Ellen L. Weintraub, einn nefndarmanna Federal Election Commission, í kvöld. I would not have thought that I needed to say this, but candidates can’t just “claim” states.That’s not how this works. That’s not how any of this works.Here’s how this works: State and local election officials #CountEveryVote. pic.twitter.com/4e5J8yEO79— Ellen L 😷 Weintraub (@EllenLWeintraub) November 4, 2020 Trump lýsti strax yfir sigri í kosningunum í ávarpi í nótt. Þar hélt hann því fram að hann hefði unnið Georgíu, sem er ekki rétt, auk þess sem hann væri að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Helstu fjölmiðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara í síðastnefndu tveimur ríkjunum. Trump er enn með forskot í Pennsylvaníu en Biden hefur unnið á það forskot í dag. Úrslit í ríkinu munu þó líklega ekki liggja fyrir fyrr en á föstudag í fyrsta lagi. Þá gæti dregið rækilega til tíðinda í nótt. Nate Cohn, kosningaspekingur hjá New York Times, sagði fyrr í kvöld að nýjar tölur muni berast frá Nevada áður en dagur er úti vestanhafs. Áður höfðu kosningayfirvöld þar sagt að engar nýjar upplýsingar yrðu birtar fyrr en á morgun. Þetta þýðir að Biden, sem er talinn líklegur til sigurs í ríkinu, gæti fræðilega orðið yfirlýstur sigurvegari forsetakosninganna áður en degi hallar í Bandaríkjunum. With Nevada releasing additional ballots today, Biden now has a reasonable path to clearing the 270 electoral vote threshold tonight https://t.co/LFIErxoj2T— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Uppfært klukkan 00:12: Yfirvöld í Nevada hafa dregið til baka fyrri yfirlýsingar um að nýrra talna væri að vænta í ríkinu fyrir dagslok vestanhafs. Úrslit kosninganna munu því ekki ráðast fyrr en í fyrsta lagi á morgun. From @NVElect: No results coming today. Nevada will post results tomorrow around 9am.— Riley Snyder (@RileySnyder) November 4, 2020 Áfram má fylgjast með helstu vendingum forsetakosninganna í Bandaríkjunum í vaktinni á Vísi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Skömmin gæti skýrt skekkju í spám Eitt sem skýrt gæti skekkju í spám er einfaldlega það að kjósendur skammist sín fyrir að hafa kosið Trump. 4. nóvember 2020 20:29 „Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56
Skömmin gæti skýrt skekkju í spám Eitt sem skýrt gæti skekkju í spám er einfaldlega það að kjósendur skammist sín fyrir að hafa kosið Trump. 4. nóvember 2020 20:29
„Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37