Pennsylvanía gæti gert gæfumuninn fyrir Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 06:51 Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrata, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, þegar sá síðarnefndi flutti ávarp í gær. AP/Carolyn Kaster Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Sjá meira