Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:03 Enn er talið vestanhafs og spennandi að sjá hvað miðlarnir gera ef Biden tekur afgerandi forystu í Georgíu eða Nevada. epa/Clemens Bilan Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru? Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru?
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira