Hver er flugáætlun framtíðarinnar? Sara Hlín Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:01 Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Hvað finnst okkur um að þeim flugfélögum sem verst koma fram við starfsfólk sitt gangi nú best að þreyja þorrann? Þetta eru félög sem eru laus við að greiða uppsagnarfrest, orlof, launatengd gjöld, greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingar og annað sem fylgir því að hafa starfsmenn í beinu ráðningasambandi. Þessi félög hafa byggt upp starfsemi sína með því að leggja alla áhættu hjá starfsfólkinu sem er ráðið inn í búningi verktaka. Starfsfólkið fær gjarnan úthlutað sínu eigin „fyrirtæki“ við ráðningu eða er ráðið í gegnum starfsmannaleigur, oftar en ekki grunlaust um þær lagaflækjur sem slíku fyrirkomulagi fylgja. Nýráðnir flugmenn þurfa að greiða fyrir eigin þjálfun að hluta eða öllu leyti. Þeir heppnu fá að vinna upp í þjálfunarkostnað og eru jafnvel í mörg ár að greiða flugrekandanum fyrir það að fá vinnu! Þurfi starfmaður að fara í fæðingar- eða foreldraorlof gerir hann það á eigin kostnað og án allrar vissu um hvort það henti fyrirtækinu að fá hann aftur til starfa. Endurkomuréttur er enginn. Þessir flugmenn eiga hvorki rétt á launum í veikindaleyfi né á uppsagnarfresti. Þeir þurfa að sjá um eigin trygginar og bera ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda. Stéttarfélög flugmanna um allan heim hafa opnað dyr sínar fyrir verktakaflugmönnum, boðið þeim aðild og aðstoð eftir því sem kostur er. Mörg lággjaldaflugfélög hafa engu að síður varað sitt fólk við slíkri aðild og hika ekki við að segja upp samningi við flugmenn sem standa upp fyrir hönd hópsins. Uppsögnum hafa ósjaldan fylgt lögsóknir eða hótanir um lögsóknir fyrir brot á starfssamningi og jafnvel eru bornar fram upplognar ásakanir í garð starfsmanna. Þegar illa árar hjá þessum fyrirtækjum er flug-mönnum umsvifalaust fækkað og þeir sitja uppi launalausir og jafnvel án allra félagslegra réttinda. Ekki er starfsaldursreglum til að dreifa en í tölvupósti sem evrópskt lággjaldafélag sendi flugmönnum sínum í vor kom fram að við uppsagnir yrði m.a. litið til; frammistöðu, fjölda veikindadaga og annarra fjarvista, vilja til að vinna á frídögum og almennra liðlegheita viðkomandi. Við flugmenn vitum að vinnusamband eins og hér er lýst er ógn við það sem við metum mest: flugöryggi. Því miður er þetta vinnusamband æ algengara og oft það eina sem ungum og nýútskrifuðum flugmönnum stendur til boða. Á vegum alþjóðasamtaka flugmanna er linnulaust unnið að því að fá regluverki ríkja breytt þannig að komið verði í veg fyrir gerviverktöku flugmanna. Þó að víða sé vel komið fram við verktaka og þeir séu sáttir við sitt eru margfalt fleiri tilfelli þar sem ágóðinn af fyrirkomulaginu fellur allur í skaut vinnuveitandans. Þá er ótalin sú staðreynd að starf flugmannsins samrýmist ekki skilyrðum verktöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á íslenskum loftferðalögum og hefur FÍA lagt mikla áherslu á að skerpt verði á lagaramma um ráðningu flugmanna með óhefðbundnum hætti (e. atypical employ-ment) með öryggissjónarmið að leiðarljósi. Við viljum að gerðar verði ríkar félagslegar kröfur til flugfélaga sem eru með bækistöð (e. home base) hér á landi og að það verði skýlaus krafa að slík félög lúti íslenskum reglum. Við sáum flugheiminn taka stakkaskiptum í kjölfar tveggja síðustu áfalla; hryðjuverkanna 2001 og fjármálakreppunnar 2008 en þá risu upp ný eða breytt flugfélög með gjörbreytt viðskiptamódel. Nú er tækifæri fyrir löggjafann að bregðast við og tryggja að í þetta sinn verði breytingin til batnaðar! Höfundur er flugmaður, lögfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Hvað finnst okkur um að þeim flugfélögum sem verst koma fram við starfsfólk sitt gangi nú best að þreyja þorrann? Þetta eru félög sem eru laus við að greiða uppsagnarfrest, orlof, launatengd gjöld, greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingar og annað sem fylgir því að hafa starfsmenn í beinu ráðningasambandi. Þessi félög hafa byggt upp starfsemi sína með því að leggja alla áhættu hjá starfsfólkinu sem er ráðið inn í búningi verktaka. Starfsfólkið fær gjarnan úthlutað sínu eigin „fyrirtæki“ við ráðningu eða er ráðið í gegnum starfsmannaleigur, oftar en ekki grunlaust um þær lagaflækjur sem slíku fyrirkomulagi fylgja. Nýráðnir flugmenn þurfa að greiða fyrir eigin þjálfun að hluta eða öllu leyti. Þeir heppnu fá að vinna upp í þjálfunarkostnað og eru jafnvel í mörg ár að greiða flugrekandanum fyrir það að fá vinnu! Þurfi starfmaður að fara í fæðingar- eða foreldraorlof gerir hann það á eigin kostnað og án allrar vissu um hvort það henti fyrirtækinu að fá hann aftur til starfa. Endurkomuréttur er enginn. Þessir flugmenn eiga hvorki rétt á launum í veikindaleyfi né á uppsagnarfresti. Þeir þurfa að sjá um eigin trygginar og bera ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda. Stéttarfélög flugmanna um allan heim hafa opnað dyr sínar fyrir verktakaflugmönnum, boðið þeim aðild og aðstoð eftir því sem kostur er. Mörg lággjaldaflugfélög hafa engu að síður varað sitt fólk við slíkri aðild og hika ekki við að segja upp samningi við flugmenn sem standa upp fyrir hönd hópsins. Uppsögnum hafa ósjaldan fylgt lögsóknir eða hótanir um lögsóknir fyrir brot á starfssamningi og jafnvel eru bornar fram upplognar ásakanir í garð starfsmanna. Þegar illa árar hjá þessum fyrirtækjum er flug-mönnum umsvifalaust fækkað og þeir sitja uppi launalausir og jafnvel án allra félagslegra réttinda. Ekki er starfsaldursreglum til að dreifa en í tölvupósti sem evrópskt lággjaldafélag sendi flugmönnum sínum í vor kom fram að við uppsagnir yrði m.a. litið til; frammistöðu, fjölda veikindadaga og annarra fjarvista, vilja til að vinna á frídögum og almennra liðlegheita viðkomandi. Við flugmenn vitum að vinnusamband eins og hér er lýst er ógn við það sem við metum mest: flugöryggi. Því miður er þetta vinnusamband æ algengara og oft það eina sem ungum og nýútskrifuðum flugmönnum stendur til boða. Á vegum alþjóðasamtaka flugmanna er linnulaust unnið að því að fá regluverki ríkja breytt þannig að komið verði í veg fyrir gerviverktöku flugmanna. Þó að víða sé vel komið fram við verktaka og þeir séu sáttir við sitt eru margfalt fleiri tilfelli þar sem ágóðinn af fyrirkomulaginu fellur allur í skaut vinnuveitandans. Þá er ótalin sú staðreynd að starf flugmannsins samrýmist ekki skilyrðum verktöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á íslenskum loftferðalögum og hefur FÍA lagt mikla áherslu á að skerpt verði á lagaramma um ráðningu flugmanna með óhefðbundnum hætti (e. atypical employ-ment) með öryggissjónarmið að leiðarljósi. Við viljum að gerðar verði ríkar félagslegar kröfur til flugfélaga sem eru með bækistöð (e. home base) hér á landi og að það verði skýlaus krafa að slík félög lúti íslenskum reglum. Við sáum flugheiminn taka stakkaskiptum í kjölfar tveggja síðustu áfalla; hryðjuverkanna 2001 og fjármálakreppunnar 2008 en þá risu upp ný eða breytt flugfélög með gjörbreytt viðskiptamódel. Nú er tækifæri fyrir löggjafann að bregðast við og tryggja að í þetta sinn verði breytingin til batnaðar! Höfundur er flugmaður, lögfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun