„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 21:22 Stuðningsmenn Donald Trump vilja meina að kosningasvindl hafi átt sér stað. AP/Morry Gash Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Sjá meira
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57
Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36