Þegar skólastofan var færð heim í stofu Lára Halla Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun