Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 19:38 Joe Biden hér ásamt George W. Bush og Lauru Bush árið 2018. Getty/William Thomas Cain Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30