Biden setur baráttuna við kórónuveiruna efst á forgangslistann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 07:24 Joe Biden heitir því að sameina bandarísku þjóðina sem forseti og ætlar að leggja mikla áherslu á að berjast gegn Covid-19. Getty/Peter Summers Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira