Rekja stórbruna í Hrísey til vinnu kvöldið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 14:38 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey að morgni 28. maí. Steinar Ólafsson Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út. Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út.
Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51
Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19