Alræði Brynjar Níelsson skrifar 9. nóvember 2020 15:08 Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun