Alræði Brynjar Níelsson skrifar 9. nóvember 2020 15:08 Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar