Víkingar vonbrigði tímabilsins: „Fór einhvern veginn allt til fjandans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 21:45 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að tímabil Víkinga hefði verið mikil vonbrgði enda ætlaði liðið sér stóra hluti. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Pepsi Max deild karla, mætti í uppgjörsþátt Pepsi Max Stúkunnar þar sem lið hans var valið vonbrigði tímabilsins. Ræddi hann við Kjartan Atla Kjartansson um hvað hefði betur mátt fara og það fáa sem fór vel. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Klárlega, ég er virkilega ósáttur með stigasöfnun liðsins. Við ætluðum okkur stóra hluti, eins og hefur komið fram. Okkar vonir og væntingar voru að ná lengra í deildinni og stíga skrefið fram á við, reyna halda áfram þeirri vegferð sem við vorum á þegar við vorum bikarmeistarar. Svo fór einhvern veginn allt til fjandans,“ sagði Arnar aðspurður hvort hann gæti tekið undir að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins. Hvað fór til fjandans? „Alltaf þegar maður nefnir ástæður er maður að væla og ég þoli ekki þjálfara sem væla of mikið í fjölmiðlum en má ég samt væla aðeins,“ sagði Arnar og glotti. Hann hélt svo áfram. „Ég held að Covid-pásan í byrjun hafi farið illa með nokkur lið og vel með sum lið. Við vorum á góðu róli í vetur og svona í fyrsta skipti í sögu Víkings vorum við með alla okkar leikmenn klára í nóvember. Æfingatímabilið var lagt upp þannig að byrja á fullu í maí og við vorum á góðu róli, að vinna góða sigra. Svo kom pásan og það tók okkur smá tíma að ná áttum eftir þessa pása.“ „Lykilmenn okkar eru komnir til ára sinna [Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason]. Þetta á ekkert bara við um okkar lið, Íslandsmeistarar Vals áttu erfitt uppdráttar í byrjun móts. Svo náðum við okkur aðeins á strik í 3. umferð og unnum FH sannfærandi. Svo kemur fræga umferðin í þeirri 4. þar sem við áttum hörkuleik við KR og hann endaði illa fyrir okkur. Eftir það var þetta orðið smá panic, kannski út af því hvað við ætluðum okkur stóra hluti og það kom upp örvænting í okkar leik.“ „Við unnum tvo leiki eftir Valsleikinn en mestu vonbrigðin voru á útivelli gegn Gróttu. Vorum búnir að vinna tvo leiki, þar af Skagann 6-2 og sá leikur var jafntefli. Eftir það var eins og menn misstu móðinn, misstu hausinn.“ Víkingar fengu fjölda rauðra spjalda í sumar, af hverju? „Kannski eru menn yfir spenntir, vilja og meina vel. Spjöldin í KR leiknum, það var yfir spenningur í ýmsu þó það megi alltaf deila um hvað var og hvað var ekki rautt. Rauða spjaldið gegn Stjörnunni, mér fannst það ekki rautt ef ég á að segja alveg eins og er. Spjaldið út í Ljubljana var klárlega rautt.“ „Þetta gerðist fyrir okkar reynslumestu leikmenn sem maður myndi halda að væri ekki fyrir fram líklegasti hópurinn til að fá rauð spjöld. Ég túlka þetta þannig að þeim hafi langað þetta svo mikið fyrir klúbbinn sinn og þegar menn fundu að þetta var að fara úr okkar höndum kemur yfir spenningur og menn taka ekki alveg réttar ákvarðanir.“ Hvað var Arnar sáttur með í sumar? „Ég var rosalega sáttur með að við mættum í hvern einasta leik og spiluðum okkar leik. Það er ákveðinn grunnur til staðar og það þarf ekki að umturna öllu fyrir næsta tímabil.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Arnar ræðir einnig hvaða leikkerfi hentar Víkingum best og margt fleira. Klippa: Arnar Gunnlaugs ræðir vonbrigða tímabil Víkinga Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30 Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn aðalþjálfari FH til tveggja ára, segir ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. 9. nóvember 2020 19:16 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Pepsi Max deild karla, mætti í uppgjörsþátt Pepsi Max Stúkunnar þar sem lið hans var valið vonbrigði tímabilsins. Ræddi hann við Kjartan Atla Kjartansson um hvað hefði betur mátt fara og það fáa sem fór vel. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Klárlega, ég er virkilega ósáttur með stigasöfnun liðsins. Við ætluðum okkur stóra hluti, eins og hefur komið fram. Okkar vonir og væntingar voru að ná lengra í deildinni og stíga skrefið fram á við, reyna halda áfram þeirri vegferð sem við vorum á þegar við vorum bikarmeistarar. Svo fór einhvern veginn allt til fjandans,“ sagði Arnar aðspurður hvort hann gæti tekið undir að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins. Hvað fór til fjandans? „Alltaf þegar maður nefnir ástæður er maður að væla og ég þoli ekki þjálfara sem væla of mikið í fjölmiðlum en má ég samt væla aðeins,“ sagði Arnar og glotti. Hann hélt svo áfram. „Ég held að Covid-pásan í byrjun hafi farið illa með nokkur lið og vel með sum lið. Við vorum á góðu róli í vetur og svona í fyrsta skipti í sögu Víkings vorum við með alla okkar leikmenn klára í nóvember. Æfingatímabilið var lagt upp þannig að byrja á fullu í maí og við vorum á góðu róli, að vinna góða sigra. Svo kom pásan og það tók okkur smá tíma að ná áttum eftir þessa pása.“ „Lykilmenn okkar eru komnir til ára sinna [Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason]. Þetta á ekkert bara við um okkar lið, Íslandsmeistarar Vals áttu erfitt uppdráttar í byrjun móts. Svo náðum við okkur aðeins á strik í 3. umferð og unnum FH sannfærandi. Svo kemur fræga umferðin í þeirri 4. þar sem við áttum hörkuleik við KR og hann endaði illa fyrir okkur. Eftir það var þetta orðið smá panic, kannski út af því hvað við ætluðum okkur stóra hluti og það kom upp örvænting í okkar leik.“ „Við unnum tvo leiki eftir Valsleikinn en mestu vonbrigðin voru á útivelli gegn Gróttu. Vorum búnir að vinna tvo leiki, þar af Skagann 6-2 og sá leikur var jafntefli. Eftir það var eins og menn misstu móðinn, misstu hausinn.“ Víkingar fengu fjölda rauðra spjalda í sumar, af hverju? „Kannski eru menn yfir spenntir, vilja og meina vel. Spjöldin í KR leiknum, það var yfir spenningur í ýmsu þó það megi alltaf deila um hvað var og hvað var ekki rautt. Rauða spjaldið gegn Stjörnunni, mér fannst það ekki rautt ef ég á að segja alveg eins og er. Spjaldið út í Ljubljana var klárlega rautt.“ „Þetta gerðist fyrir okkar reynslumestu leikmenn sem maður myndi halda að væri ekki fyrir fram líklegasti hópurinn til að fá rauð spjöld. Ég túlka þetta þannig að þeim hafi langað þetta svo mikið fyrir klúbbinn sinn og þegar menn fundu að þetta var að fara úr okkar höndum kemur yfir spenningur og menn taka ekki alveg réttar ákvarðanir.“ Hvað var Arnar sáttur með í sumar? „Ég var rosalega sáttur með að við mættum í hvern einasta leik og spiluðum okkar leik. Það er ákveðinn grunnur til staðar og það þarf ekki að umturna öllu fyrir næsta tímabil.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Arnar ræðir einnig hvaða leikkerfi hentar Víkingum best og margt fleira. Klippa: Arnar Gunnlaugs ræðir vonbrigða tímabil Víkinga
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30 Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn aðalþjálfari FH til tveggja ára, segir ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. 9. nóvember 2020 19:16 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00
„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30
Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30
Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn aðalþjálfari FH til tveggja ára, segir ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. 9. nóvember 2020 19:16
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð