Ljótar lýsingar í nauðgunarmáli á skemmtistað í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 11:00 Frá eftirliti lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Lýsingar í ákæru málsins eru grófar og ástæða til að vara lesendur við lýsingum að neðan. Hlaut konan töluverða áverka við árásina eftir því sem fram kemur í ákæru. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag en karlmaðurinn neitar sök. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni staðarins. Kyssti hann hana, leiddi inn á salernið og inn á salernisbás. Þar á hann að hafa lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar og stungið fingum í leggöng hennar. Sneri hann konunni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Reyndi hann í framhaldinu að láta konuna hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Á meðan á þessu stóð hafi karlmaðurinn gripið um hár konunnar. Hún hafi ítrekað með orðum og athöfnum reynt að fá karlmanninn til að láta af háttseminni. Hlaut hún hálfs sentímetra sprungu ofan sníps auk roða, sárs og mars á meyjarhafti og tveggja millimetra sprungu á spöng. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi beitt konuna og ólögmætri nauðung auk þess að nýta sér yfirburði vegna aðstöðu- og aflsmunar Farið er fram á fimm milljóna króna miskabætur fyrir hönd konunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er aðalmeðferð í málinu ekki lokið. Þegar henni lýkur má reikna með um fjórum vikum þar til dómur verður kveðinn upp. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Næturlíf Kynferðisofbeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Lýsingar í ákæru málsins eru grófar og ástæða til að vara lesendur við lýsingum að neðan. Hlaut konan töluverða áverka við árásina eftir því sem fram kemur í ákæru. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag en karlmaðurinn neitar sök. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni staðarins. Kyssti hann hana, leiddi inn á salernið og inn á salernisbás. Þar á hann að hafa lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar og stungið fingum í leggöng hennar. Sneri hann konunni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Reyndi hann í framhaldinu að láta konuna hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Á meðan á þessu stóð hafi karlmaðurinn gripið um hár konunnar. Hún hafi ítrekað með orðum og athöfnum reynt að fá karlmanninn til að láta af háttseminni. Hlaut hún hálfs sentímetra sprungu ofan sníps auk roða, sárs og mars á meyjarhafti og tveggja millimetra sprungu á spöng. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi beitt konuna og ólögmætri nauðung auk þess að nýta sér yfirburði vegna aðstöðu- og aflsmunar Farið er fram á fimm milljóna króna miskabætur fyrir hönd konunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er aðalmeðferð í málinu ekki lokið. Þegar henni lýkur má reikna með um fjórum vikum þar til dómur verður kveðinn upp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Kynferðisofbeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira