Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 16:04 Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Getty/Paras Griffin Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu. Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu. NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes. We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020 Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi. Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu. Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu. Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu. NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes. We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020 Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi. Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu. Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00