Viðhorf til kynjanna jafnast í Bretlandi og Kanada Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 22:51 Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi World Political Leaders, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður framkvæmdastjórnar heimsþings kvenleiðtoga, stýrðu þinginu 2020 úr Hörpu en þingið fór að öðru leyti fram rafrænt. aðsend mynd Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon. Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira