Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skrifar 12. nóvember 2020 13:02 Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun