Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 23:53 Trump forseti hefur þagað þunnu hljóði um mikinn vöxt í kórónuveirufaraldrinum undanfarna daga. Þess í stað tístir hann af miklum móð um að kosningasigur hafi verið hafður af honum og bölsótast út í Fox-sjónvarpsstöðina. AP/Andrew Harnik Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira