Óttast meiri smithættu í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í þeim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:05 Það var nokkuð margt um manninn í Smáralind í dag enda jólavertíðin að hefjast. Vísir/Sunna Karen Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira