Telur konur fá harðari gagnrýni þegar þær brjóta jafnréttislög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 12:22 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. Samkvæmt lögum kærunefnd jafnréttismála eru úrskurðir hennar bindandi gagnvart málsaðilum, en þeim er síðan heimilt að bera úrskurði hennar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn ósáttum umsækjenda til þess að hægt sé að ógilda úrskurðinn. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í vor að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna til kærunefndarinnar, en hún var ekki í hópi þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat hæfasta í starfið Lilja Alfreðsdóttir var spurð út í málið á Sprengisandi í morgun og hvort það hefði ekki haft áhrif á vinsældir hennar sem hafa dalað síðustu misseri og vakið tortryggni því Páll Magnússon hafi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. „Ég hlakka til að geta farið betur yfir þessi mál þegar því er lokið fyrir dómstólum. Þarna var hæfnisnefnd sem valdi fjóra einstaklinga sem hún telur hæfasta. Ég tek það mat og vandaði mig ofboðslega. Ég vil gjarnan deila með þjóðinni öllum gögnum í þessu máli þegar það verður hægt. Það mun koma í ljós að þarna var hæfasti einstaklingurinn valinn. Við getum heldur ekki hegnt fólki fyrir að hafa einhvern tíma tekið þátt í stjórnmálasamstarfi,“ segir Lilja. Fordæmi fyrir samherjum í ráðuneytisstjórastöðum Lilja bendir á að fleiri hafi pólitíska samherja í ráðuneytisstjórastöðu. Þá sé málið viðkvæmt því sú sem hún stendur í málaferlum við sé skrifstofustjóri og yfirmaður ríkislögmanns. „Mig langar í þessu samhengi að benda á að það er fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins í ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytinu. Hefur það einhvern tíma verið gagnrýnt? Það var flutningur sem var ekki einu sinni auglýstur. Sú kona sem hefur verið að fara yfir þessi mál núna er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og er í raun og veru yfirmaður ríkislögmanns. Svo ég nefni aðeins hvað þetta mál er viðkvæmt og snúið innan stjórnsýslunnar,“ segir Lilja. Aðspurð hvort ekki sé harkalegt að fara í mál við einstakling svaraði Lilja: „Nei. Ég er ráðherra, ég er líka einstaklingur og verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi , að geta sótt minn rétt telji ég brotið á mér,“ segir Lilja. Málið flóknara en það virðist Lilja segir að málið hafi verið sér erfitt. „Þetta mál hefur tekið mjög mikið á mig. Ég taldi og tel að ég hafi sannarlega verið að breyta rétt,“ segir Lilja. Aðspurð út í pólitísk tengsl sín við formann hæfnisnefndarinnar, Einar Huga Bjarnason og að hann hafi fengið 15 milljónir greiddar frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu svaraði Lilja: „Viðkomandi aðili er hæstaréttarlögmaður og einu samskipti mín við hann eru um lögfræði,“ segir Lilja. Lilja gerði að umtalsefni að konur væru oft dæmdar harðar en karlar í svona málum. „Auðvitað er það þannig að við erum í samkeppni í stjórnmálum og þá er sótt að stjórnmálamönnum. Ég stend við það sem ég gerði og þess vegna fer ég fram á ógildinguna. Það eru mjög margir sem hafa fengið svona mál á sig, borgarstjóri, fjármála-og efnahagsráðherra. Af hverju er þetta meira mál þegar það er kona eins og ég sem um ræðir,“ segir Lilja. Lilja bendir á að Viðreisn hefði gengið harkalega fram í gagnrýni á sig. „Einn af umsækjunum um stöðuna er systir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og sá flokkur er mjög framarlega í því að gagnrýna mennta-og menningarmálaráðherra. Þetta mál er aðeins flóknara en það virðist. Þegar það eru konur sem lenda í þessari stöðu þá virðist það vera meira mál,“ segir Lilja. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Vinnumarkaður Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. Samkvæmt lögum kærunefnd jafnréttismála eru úrskurðir hennar bindandi gagnvart málsaðilum, en þeim er síðan heimilt að bera úrskurði hennar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn ósáttum umsækjenda til þess að hægt sé að ógilda úrskurðinn. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í vor að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna til kærunefndarinnar, en hún var ekki í hópi þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat hæfasta í starfið Lilja Alfreðsdóttir var spurð út í málið á Sprengisandi í morgun og hvort það hefði ekki haft áhrif á vinsældir hennar sem hafa dalað síðustu misseri og vakið tortryggni því Páll Magnússon hafi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. „Ég hlakka til að geta farið betur yfir þessi mál þegar því er lokið fyrir dómstólum. Þarna var hæfnisnefnd sem valdi fjóra einstaklinga sem hún telur hæfasta. Ég tek það mat og vandaði mig ofboðslega. Ég vil gjarnan deila með þjóðinni öllum gögnum í þessu máli þegar það verður hægt. Það mun koma í ljós að þarna var hæfasti einstaklingurinn valinn. Við getum heldur ekki hegnt fólki fyrir að hafa einhvern tíma tekið þátt í stjórnmálasamstarfi,“ segir Lilja. Fordæmi fyrir samherjum í ráðuneytisstjórastöðum Lilja bendir á að fleiri hafi pólitíska samherja í ráðuneytisstjórastöðu. Þá sé málið viðkvæmt því sú sem hún stendur í málaferlum við sé skrifstofustjóri og yfirmaður ríkislögmanns. „Mig langar í þessu samhengi að benda á að það er fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins í ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytinu. Hefur það einhvern tíma verið gagnrýnt? Það var flutningur sem var ekki einu sinni auglýstur. Sú kona sem hefur verið að fara yfir þessi mál núna er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og er í raun og veru yfirmaður ríkislögmanns. Svo ég nefni aðeins hvað þetta mál er viðkvæmt og snúið innan stjórnsýslunnar,“ segir Lilja. Aðspurð hvort ekki sé harkalegt að fara í mál við einstakling svaraði Lilja: „Nei. Ég er ráðherra, ég er líka einstaklingur og verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi , að geta sótt minn rétt telji ég brotið á mér,“ segir Lilja. Málið flóknara en það virðist Lilja segir að málið hafi verið sér erfitt. „Þetta mál hefur tekið mjög mikið á mig. Ég taldi og tel að ég hafi sannarlega verið að breyta rétt,“ segir Lilja. Aðspurð út í pólitísk tengsl sín við formann hæfnisnefndarinnar, Einar Huga Bjarnason og að hann hafi fengið 15 milljónir greiddar frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu svaraði Lilja: „Viðkomandi aðili er hæstaréttarlögmaður og einu samskipti mín við hann eru um lögfræði,“ segir Lilja. Lilja gerði að umtalsefni að konur væru oft dæmdar harðar en karlar í svona málum. „Auðvitað er það þannig að við erum í samkeppni í stjórnmálum og þá er sótt að stjórnmálamönnum. Ég stend við það sem ég gerði og þess vegna fer ég fram á ógildinguna. Það eru mjög margir sem hafa fengið svona mál á sig, borgarstjóri, fjármála-og efnahagsráðherra. Af hverju er þetta meira mál þegar það er kona eins og ég sem um ræðir,“ segir Lilja. Lilja bendir á að Viðreisn hefði gengið harkalega fram í gagnrýni á sig. „Einn af umsækjunum um stöðuna er systir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og sá flokkur er mjög framarlega í því að gagnrýna mennta-og menningarmálaráðherra. Þetta mál er aðeins flóknara en það virðist. Þegar það eru konur sem lenda í þessari stöðu þá virðist það vera meira mál,“ segir Lilja.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Vinnumarkaður Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45