Náðu að stela Söru frá Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:01 Sara Sigmundsdóttir í auglýsingaherferð WIT Fitnes. @wit.fitness Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness. CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness.
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð