Fótbolti

Segja Glódísi langbesta miðvörð sænsku deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir í landsleik Íslands og Svíþjóðar í síðasta mánuði.
Glódís Perla Viggósdóttir í landsleik Íslands og Svíþjóðar í síðasta mánuði. vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Rosengård, er sögð vera besti miðvörður sænsku úrvalsdeildarinnar sem lauk í gær.

Twitter-síðan Damallsv Nyheter valdi í gær 50 bestu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar. Þar er Glódís í 7. sæti en í umsögn um hana er hún sögð besti miðvörður deildarinnar, raunar sá langbesti.

„Er langbesti miðvörður deildarinnar, er alltaf á réttum stað og hleypir aldrei neinum framhjá sér,“ segir í umsögn Damallsv Nyheter. „Ósérhlífin í skallaboltunum og sýnir hver ræður ríkjum. Svalur leikmaður.“

Rosengård endaði í 2. sæti deildarinnar og tókst því ekki að verja sænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra.

Glódís lék hverju einustu mínútu í öllum 22 deildarleikjum Rosengård á tímabilinu eins og hún hefur gert undanfarin þrjú ár. Þá skoraði hún tvö mörk.

Glódís kom til Rosengård frá Eskilstuna United um mitt tímabil 2017. Hún hefur leikið í Svíþjóð frá 2015 og á þeim tíma aðeins misst af tveimur af 132 deildarleikjum.

Að mati Damallsv Nyheter er Therese Åsland, sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×