Tekjutengdar sóttvarnarbætur Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2020 14:00 Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar