Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2020 17:05 Gólfið í Laugardalshöllinni er mjög illa farið. stöð 2 Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Sjá meira
Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni
Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Sjá meira