Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar? Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 07:31 Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Steinunn Alda Gunnarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar