OECD rassskellir Isavia Þórir Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 11:00 Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun