„Ekki að leita að sökudólgum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 15:46 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur. Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur.
Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira