Það er smá óbragð í munninum á manni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 17:43 Hallbera Guðný var frekar súr, og köld, að loknum leik Vals og Glasgow City í Meistaradeildinni í dag. Eðlilega þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Valur tapaði á svekkjandi hátt. Vísir/Bára Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó