Barnshafandi konur gagnrýna ósveigjanleika nýju laganna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra. Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra.
Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21
Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38