Laddi og leiðin áfram Halldóra Morgensen skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun