Endurtalning atkvæða í Georgíu staðfesti sigur Bidens Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 06:32 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira