Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:01 Lara flytur lofræðu um tengdaföður sinn á landsfundi Repúblikanaflokksins í haust. epa/Chip Somodevilla New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira