Er þétting byggðar loftslagsmál? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Loftslagsmál Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun