Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2020 23:00 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, á vinnusvæðinu norðaustan Skálaness. Egill Aðalsteinsson Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58