Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2020 23:00 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, á vinnusvæðinu norðaustan Skálaness. Egill Aðalsteinsson Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58