Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 09:38 Trump forseti var enn við sama heygarðshornið þegar hann sagðist hafa „unnið“ í kosningunum á viðburði um lyfjaverð í Hvíta húsinu í gær. AP/Susan Walsh Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. Leiðtogar repúblikana í Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu gerðu lítið úr samsæriskenningum um kosningasvik og innanríkisráðherra Georgíu staðfesti úrslit þar eftir endurtalningu. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, vann sigur í forsetakosningunum sem fóru fram 3. nóvember. Hann hlaut 306 kjörmenn gegn 232 Trump forseta. Þrátt fyrir það hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað sig sigurinn. Framboð hans hefur ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir að það hafi höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem tryggðu Biden sigurinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst tilraunum Trump til þess að breyta úrslitum kosninganna sér í vil sem fordæmalausri viðleitni til að virða vilja kjósenda að vettugi. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa undanfarna daga fordæmt aðfarir forsetans eða lýst þeirri skoðun að Biden ætti að fá aðgang að upplýsingum og ríkisstofnunum til að undirbúa stjórnarskipti sem Trump hefur neitað honum um. Engar upplýsingar sem breyta úrslitunum Málsóknir hafa engan árangur borið og tilraunirnar Trump og félaga beinast nú fyrst og fremst að því að tefja staðfestingu úrslita kosninganna í einstökum ríkjum áður en kjörmannaráðið sem kýs forseta kemur saman í desember. Þannig vonast Trump og bandamenn hans til þess að ríkisþing einstakra ríkja þar sem repúblikanar fara með meirihluta stígi inn og velji kjörmennina í stað kjósenda. Leiðtogar repúblikana á ríkisþingi Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu í gær virtust þó hafa lítinn áhuga á slíkum hrókeringum sem standa á hæpnum grunni, að sögn New York Times. Að fundinum loknum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að þeir hefðu engar upplýsingar enn fengið sem breyttu úrslitum kosninganna þar. Biden fékk um 157.000 fleiri atkvæði en Trump í Michigan. „Við munum fylgja lögum og hefðbundum ferlum varðandi kjörmenn Michigan rétt eins og við höfum sagt í gegnum allar kosningarnar,“ sögðu repúblikanarnir sem ræddu einnig við Trump um aukna aðstoð vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú stjórnlaust um miðvesturríki Bandaríkjanna. Áður hafði Trump hringt persónulega í fulltrúa flokksins í talningarnefnd í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan. Í kjölfarið reyndi fulltrúinn að taka til baka atkvæði sitt um að staðfesta úrslit kosninganna þar. „Tölurnar ljúga ekki“ Ekki bárust Trump betri fréttir frá Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden og varð fyrsti forsetaframbjóðandi repúblikana til að tapa ríkinu í tæp þrjátíu ár. Endurtalningu atkvæða þar lauk í vikunni og staðfesti Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, úrslitin í gærkvöldi. Georgía varð þannig fyrsta ríkið þar sem Trump reynir að fá úrslitum hnekkt sem staðfestir úrslit formlega. Líkt og í hinum lykilríkjunum sem Biden vann hefur Trump og bandamenn hans haft upp alls kyns ásakanir um misferli og kosningasvik í Georgíu. Raffensperger gaf lítið fyrir það í gær. „Ég lifi eftir því mottói að tölurnar ljúga ekki,“ sagði Raffensperger þegar hann kynnti að Biden hefði fengið 12.670 atkvæðum fleiri en Trump. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu sem einnig er repúblikani, skrifaði undir staðfestingu úrslitanna. Washington Post segir að Trump geti enn farið fram á aðra endurtalningu atkvæða en Raffensperger hefur sagt að hún breytti ekki úrslitunum. „Tölurnar endurspegla dóm fólksins, ekki ákvörðun embættis innanríkisráðherrans, dómstóla eða annars hvors framboðsins,“ sagði hann. Til stendur að úrslit kosninganna í Michigan og Pennsylvaníu verði staðfest á mánudag. Þröng staða í fleiri ríkjum Endurtalning að beiðni framboðs Trump hófst í tveimur fjölmennustu sýslum Wisconsin í gær. Um 26.000 atkvæðum munaði á Biden og Trump í ríkinu. Framboð Trump fór ekki fram á endurtalningu í ríkinu, aðeins í tveimur helstu vígum Demókrataflokksins. Lögmenn Trump kröfðust þess að tiltekin gerð atkvæða yrði tekin til hliðar, mögulegt einhverjir tugir þúsunda. Washington Post segir óljóst hvort að stór hluti þeirra atkvæða yrði úrskurðaður ógildur í ljósi þess að ekki var farið með þau öðruvísi í sýslunum tveimur en annars staðar í Wisconsin. Í Maricopa-sýslu í Arizona, sem Biden varð fyrsti demókratinn til að vinna frá 1996, voru úrslit staðfest samhljóða í nefnd þar sem repúblikanar skipa fjögur af fimm sætum í gær. Málsóknir standa enn yfir í Pennsylvaníu og Nevada en langsótt þykir að þær hafi áhrif á endanleg úrslit kosninganna þar, hvað þá í forsetakosningunum í heild. Trump þyrfti á einhvern hátt að snúa við úrslitum í nokkrum lykilríkjum til þess að hafa sigurinn af Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. Leiðtogar repúblikana í Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu gerðu lítið úr samsæriskenningum um kosningasvik og innanríkisráðherra Georgíu staðfesti úrslit þar eftir endurtalningu. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, vann sigur í forsetakosningunum sem fóru fram 3. nóvember. Hann hlaut 306 kjörmenn gegn 232 Trump forseta. Þrátt fyrir það hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og haldið fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað sig sigurinn. Framboð hans hefur ekki lagt fram neinar trúverðugar sannanir fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir að það hafi höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem tryggðu Biden sigurinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst tilraunum Trump til þess að breyta úrslitum kosninganna sér í vil sem fordæmalausri viðleitni til að virða vilja kjósenda að vettugi. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa undanfarna daga fordæmt aðfarir forsetans eða lýst þeirri skoðun að Biden ætti að fá aðgang að upplýsingum og ríkisstofnunum til að undirbúa stjórnarskipti sem Trump hefur neitað honum um. Engar upplýsingar sem breyta úrslitunum Málsóknir hafa engan árangur borið og tilraunirnar Trump og félaga beinast nú fyrst og fremst að því að tefja staðfestingu úrslita kosninganna í einstökum ríkjum áður en kjörmannaráðið sem kýs forseta kemur saman í desember. Þannig vonast Trump og bandamenn hans til þess að ríkisþing einstakra ríkja þar sem repúblikanar fara með meirihluta stígi inn og velji kjörmennina í stað kjósenda. Leiðtogar repúblikana á ríkisþingi Michigan sem Trump bauð til fundar í Hvíta húsinu í gær virtust þó hafa lítinn áhuga á slíkum hrókeringum sem standa á hæpnum grunni, að sögn New York Times. Að fundinum loknum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að þeir hefðu engar upplýsingar enn fengið sem breyttu úrslitum kosninganna þar. Biden fékk um 157.000 fleiri atkvæði en Trump í Michigan. „Við munum fylgja lögum og hefðbundum ferlum varðandi kjörmenn Michigan rétt eins og við höfum sagt í gegnum allar kosningarnar,“ sögðu repúblikanarnir sem ræddu einnig við Trump um aukna aðstoð vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú stjórnlaust um miðvesturríki Bandaríkjanna. Áður hafði Trump hringt persónulega í fulltrúa flokksins í talningarnefnd í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan. Í kjölfarið reyndi fulltrúinn að taka til baka atkvæði sitt um að staðfesta úrslit kosninganna þar. „Tölurnar ljúga ekki“ Ekki bárust Trump betri fréttir frá Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden og varð fyrsti forsetaframbjóðandi repúblikana til að tapa ríkinu í tæp þrjátíu ár. Endurtalningu atkvæða þar lauk í vikunni og staðfesti Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, úrslitin í gærkvöldi. Georgía varð þannig fyrsta ríkið þar sem Trump reynir að fá úrslitum hnekkt sem staðfestir úrslit formlega. Líkt og í hinum lykilríkjunum sem Biden vann hefur Trump og bandamenn hans haft upp alls kyns ásakanir um misferli og kosningasvik í Georgíu. Raffensperger gaf lítið fyrir það í gær. „Ég lifi eftir því mottói að tölurnar ljúga ekki,“ sagði Raffensperger þegar hann kynnti að Biden hefði fengið 12.670 atkvæðum fleiri en Trump. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu sem einnig er repúblikani, skrifaði undir staðfestingu úrslitanna. Washington Post segir að Trump geti enn farið fram á aðra endurtalningu atkvæða en Raffensperger hefur sagt að hún breytti ekki úrslitunum. „Tölurnar endurspegla dóm fólksins, ekki ákvörðun embættis innanríkisráðherrans, dómstóla eða annars hvors framboðsins,“ sagði hann. Til stendur að úrslit kosninganna í Michigan og Pennsylvaníu verði staðfest á mánudag. Þröng staða í fleiri ríkjum Endurtalning að beiðni framboðs Trump hófst í tveimur fjölmennustu sýslum Wisconsin í gær. Um 26.000 atkvæðum munaði á Biden og Trump í ríkinu. Framboð Trump fór ekki fram á endurtalningu í ríkinu, aðeins í tveimur helstu vígum Demókrataflokksins. Lögmenn Trump kröfðust þess að tiltekin gerð atkvæða yrði tekin til hliðar, mögulegt einhverjir tugir þúsunda. Washington Post segir óljóst hvort að stór hluti þeirra atkvæða yrði úrskurðaður ógildur í ljósi þess að ekki var farið með þau öðruvísi í sýslunum tveimur en annars staðar í Wisconsin. Í Maricopa-sýslu í Arizona, sem Biden varð fyrsti demókratinn til að vinna frá 1996, voru úrslit staðfest samhljóða í nefnd þar sem repúblikanar skipa fjögur af fimm sætum í gær. Málsóknir standa enn yfir í Pennsylvaníu og Nevada en langsótt þykir að þær hafi áhrif á endanleg úrslit kosninganna þar, hvað þá í forsetakosningunum í heild. Trump þyrfti á einhvern hátt að snúa við úrslitum í nokkrum lykilríkjum til þess að hafa sigurinn af Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira