Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2020 22:07 Matthew ásamt móður sinni og stjúpföður. BBC/PBS Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira