Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 06:58 Í gærmorgun biðu tuttugu sjúklingar á bráðamóttökunni eftir því að vera fluttir á legudeildir spítalans. Það er mjög mikill fjöldi að sögn yfirlæknis. Vísir/Vilhelm Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga, segir álagið hafa verið mikið á spítalanum undanfarna daga. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Hálkuslysin hafi flest verið minniháttar. „Þetta eru aðallega beinbrot, skurðir og mar, og svo höfuðhögg þar sem fólk er að detta og reka höfuðið í,“ segir Jón Magnús í samtali við blaðið. Hann segir flest slysin verða við heimili fólks eða þegar verið sé að fara inn eða út úr bílnum. Hann hvetur fólk til að sanda eða salta tröppur við heimili sín og nota mannbrodda þegar verið sé á göngu. Að sögn Jóns Magnúsar þurfa fæstir þeir sem lenda í hálkuslysum á innlögn á spítalann að halda. Fjölgun hálkuslysa þýði hins vegar að aukið álag á biðtíma á bráðamóttökunni. „Núna erum við hins vegar að sjá það, þegar starfsemi spítalans er að aukast að nýju, að fjöldi einstaklinga sem bíða eftir innlögn fer vaxandi,“ segir hann. Í gærmorgun hafi þannig tuttugu einstaklingar beðið á bráðamóttökunni eftir því að leggjast inn á legudeildir spítalans. Jón Magnús segir það mjög mikinn fjölda og slíkur fjöldi hafi í raun ekki sést síðan í upphafi ársins. Landspítalinn Veður Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga, segir álagið hafa verið mikið á spítalanum undanfarna daga. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Hálkuslysin hafi flest verið minniháttar. „Þetta eru aðallega beinbrot, skurðir og mar, og svo höfuðhögg þar sem fólk er að detta og reka höfuðið í,“ segir Jón Magnús í samtali við blaðið. Hann segir flest slysin verða við heimili fólks eða þegar verið sé að fara inn eða út úr bílnum. Hann hvetur fólk til að sanda eða salta tröppur við heimili sín og nota mannbrodda þegar verið sé á göngu. Að sögn Jóns Magnúsar þurfa fæstir þeir sem lenda í hálkuslysum á innlögn á spítalann að halda. Fjölgun hálkuslysa þýði hins vegar að aukið álag á biðtíma á bráðamóttökunni. „Núna erum við hins vegar að sjá það, þegar starfsemi spítalans er að aukast að nýju, að fjöldi einstaklinga sem bíða eftir innlögn fer vaxandi,“ segir hann. Í gærmorgun hafi þannig tuttugu einstaklingar beðið á bráðamóttökunni eftir því að leggjast inn á legudeildir spítalans. Jón Magnús segir það mjög mikinn fjölda og slíkur fjöldi hafi í raun ekki sést síðan í upphafi ársins.
Landspítalinn Veður Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira