Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 06:45 Frá samningafundi í deilu flugvirkja Gæslunnar og ríkisins fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Eins og kunnugt er eru þeir flugvirkjar Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum í verkfalli sem hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta kosti fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í dómsmálaráðuneytinu sé tilbúið frumvarp um lög á verkfallið. Er vísað í heimildir blaðsins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sagt að það sé til skoðunar að setja lög á verkfallið. Slík lagasetning var þó ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í vikunni en eftir þann fund sagði ráðherra í samtali við fréttastofu að hún efaðist um verkfallsrétt flugvirkja Gæslunnar. Í Morgunblaðinu í dag er einnig vísað í heimildir varðandi það að óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarp sem setji lög á verkfallið. Er fullyrt að ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við blaðið að hún hafi ekkert frumvarp séð. Hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi“. Fundað var í deilunni síðdegis í gær en án árangurs. Rætt var við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann vildi lítið gefa upp um gang viðræðna við samningaborðið en sagði allt kapp lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn. Landhelgisgæslan Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Eins og kunnugt er eru þeir flugvirkjar Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum í verkfalli sem hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta kosti fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í dómsmálaráðuneytinu sé tilbúið frumvarp um lög á verkfallið. Er vísað í heimildir blaðsins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sagt að það sé til skoðunar að setja lög á verkfallið. Slík lagasetning var þó ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í vikunni en eftir þann fund sagði ráðherra í samtali við fréttastofu að hún efaðist um verkfallsrétt flugvirkja Gæslunnar. Í Morgunblaðinu í dag er einnig vísað í heimildir varðandi það að óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarp sem setji lög á verkfallið. Er fullyrt að ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við blaðið að hún hafi ekkert frumvarp séð. Hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi“. Fundað var í deilunni síðdegis í gær en án árangurs. Rætt var við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann vildi lítið gefa upp um gang viðræðna við samningaborðið en sagði allt kapp lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn.
Landhelgisgæslan Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira