Spilað með öryggismál þjóðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:16 Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landhelgisgæslan Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar