Píparinn sem skrúfaði ekki fyrir vatnið?! Hjálmar Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 16:01 Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Tengdar fréttir Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku.
Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun