Allt í tómu COVID-19 tjóni hjá Baltimore Ravens Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 11:31 Lamar Jackson er einn af mörgum leikmönnum Baltimore Ravens sem hafa smitast. Getty/Maddie Meyer Besti leikmaður NFL í fyrra er komin með kórónuveiruna og leikmenn Baltimore Ravens mega ekki mæta í vinnuna fyrr en eftir helgi. Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins. Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina. Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur. Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020 Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn. Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.Handling this outbreak within the team is bigger than football— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020 Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn. Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast. Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum. NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins. Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina. Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur. Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020 Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn. Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.Handling this outbreak within the team is bigger than football— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020 Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn. Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast. Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum.
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira