Máli Trumps í Pennsylvaínu lýst sem innihaldslausu og vísað frá Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Málflutningur Donald Trumps og bandamanna hans hefur ekki hlotið hljómgrunn meðal dómara í Bandaríkjunum. AP/Patrick Semansky Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. Þrír dómarar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum og þar af einn sem skipaður var af Trump sjálfum, tóku ákvörðunina samhljóða. Stephanos Bibas, dómarinn sem skipaður var af Trump, skrifaði í úrskurðinn að ásakanir um ósanngirni í kosningum væru alvarlegar. Það að halda því fram að kosningar hefðu verið ósanngjarnar gerðu þær ekki sjálfkrafa ósanngjarnar. Trump-liðar þyrftu að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum sínum, sem dómarinn sagði vera óljósar, og það hefðu þeir ekki gert. Lýsti hann málflutningnum sem innihaldslausum. Í aðalmeðferð málsins staðhæfði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í Pennsylvaínu en færði engar sönnur fyrir því fyrir dómi. Þessi umrædda lögsókn sneri að því að hallað hefði á Repúblikana á tilteknum svæðum í Pennsylvaínu þar sem kjósendum var gert kleift að laga mistök á kjörseðlum og koma í veg fyrir að þeir væru ógildir. Dómararnir neituðu einnig að stöðva staðfestingu úrslit kosninganna í Pennsylvaínu, sem gert var á þriðjudaginn. Joe Biden vann ríkið samkvæmt opinberum tölum með rúmlega 80 þúsund atkvæðum. Lögmenn Trumps og bandamenn hans hafa höfðað fjölda mála í sex ríkjum vegna kosninganna en þau mál hafa fengið lítinn hljómgrunn meðal dómara. Langflestum þeirra hefur verið vísað frá. Jenna Ellis, einn lögmannanna í teymi Trumps, sagði í kjölfarið að næsta skref væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lýsti hún dómurunum þremur í Pennsylvaínu sem aðgerðasinnum. Giuliani sagði þó í kjölfarið að verið væri að skoða næstu skref. Trump hefur sagt að hann bindi vonir við að Hæstiréttur muni grípa inn í kosningarnar, eins og gert var árið 2000. Þá úrskurðuðu dómarar að endurtalningu skyldi hætt og þar með að George W. Bush yrði forseti en ekki Al Gore. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Þrír dómarar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum og þar af einn sem skipaður var af Trump sjálfum, tóku ákvörðunina samhljóða. Stephanos Bibas, dómarinn sem skipaður var af Trump, skrifaði í úrskurðinn að ásakanir um ósanngirni í kosningum væru alvarlegar. Það að halda því fram að kosningar hefðu verið ósanngjarnar gerðu þær ekki sjálfkrafa ósanngjarnar. Trump-liðar þyrftu að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum sínum, sem dómarinn sagði vera óljósar, og það hefðu þeir ekki gert. Lýsti hann málflutningnum sem innihaldslausum. Í aðalmeðferð málsins staðhæfði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í Pennsylvaínu en færði engar sönnur fyrir því fyrir dómi. Þessi umrædda lögsókn sneri að því að hallað hefði á Repúblikana á tilteknum svæðum í Pennsylvaínu þar sem kjósendum var gert kleift að laga mistök á kjörseðlum og koma í veg fyrir að þeir væru ógildir. Dómararnir neituðu einnig að stöðva staðfestingu úrslit kosninganna í Pennsylvaínu, sem gert var á þriðjudaginn. Joe Biden vann ríkið samkvæmt opinberum tölum með rúmlega 80 þúsund atkvæðum. Lögmenn Trumps og bandamenn hans hafa höfðað fjölda mála í sex ríkjum vegna kosninganna en þau mál hafa fengið lítinn hljómgrunn meðal dómara. Langflestum þeirra hefur verið vísað frá. Jenna Ellis, einn lögmannanna í teymi Trumps, sagði í kjölfarið að næsta skref væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lýsti hún dómurunum þremur í Pennsylvaínu sem aðgerðasinnum. Giuliani sagði þó í kjölfarið að verið væri að skoða næstu skref. Trump hefur sagt að hann bindi vonir við að Hæstiréttur muni grípa inn í kosningarnar, eins og gert var árið 2000. Þá úrskurðuðu dómarar að endurtalningu skyldi hætt og þar með að George W. Bush yrði forseti en ekki Al Gore.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira