Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 12:10 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun vísir/Egill Aðalsteinsson Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði. Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09