Þetta snýst um okkur, ekki ykkur Guðmundur Gunnarsson skrifar 1. desember 2020 11:15 Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Ísafjarðarbær Almannavarnir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun